Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 30. ágúst 2013 16:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pepsi-deildin og Liverpool - Man Utd á X-inu á morgun
Það verður risaleikur á Anfield á sunnudag.
Það verður risaleikur á Anfield á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Útvarpsþáttur Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 á morgun verður áhugaverður og skemmtilegur fyrir allt fótboltaáhugafólk. Þátturinn er á dagskrá alla laugardaga milli 12 og 14.

Rýnt verður í lokasprett Pepsi-deildarinnar en til þess að skoða hann mæta Sigurbjörn Hreiðarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Hauka, og Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis og kvennalandsliðsins.

Þá verður vegleg upphitun fyrir stórleik Liverpool og Manchester United sem fram fer á sunnudag. Magnús Þór Jónsson af kop.is og Tryggvi Páll Tryggvason af raududjoflarnir.is koma og skoða liðin.

Þá mun Garðar Gunnar Ásgeirsson, séfræðingur um 1. deildina, vera á línunni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner