Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Óskar Hrafn: Þurfum að vera harðari og stoltir af því að vera KR-ingar
Anna Rakel svarar Pétri: Það er haugalygi!
Pétur Péturs: Kominn tími á hana að hitta hann almennilega með vinstri
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
   fös 30. ágúst 2024 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Mætt aftur með látum - „Virkilega þakklát að það fór ekki verr"
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Blikar eru búnir að endurheimta Öglu Maríu Albertsdóttur til baka úr meiðslum en hún átti frábæra innkomu gegn Víkingi í kvöld. Hún skoraði með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa verið í innan við mínútu inn á vellinum.

„Þetta er stórkostleg tilfinning og það er geggjað að vinna þær tvisvar svona sannfærandi. Mjög gott eftir að hafa tapað fyrir þeim fyrr í sumar," sagði Agla María eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

„Þetta var bara geggjað, gott að skora og gott að vera vinna sig inn í leiki núna. Það er svo stutt síðan ég byrjaði að skokka og hvað þá að æfa."

„Það er gott að fá mínútur og fá sjálfstraust. Það eru bókstaflega bara úrslitaleikir eftir og ég er að koma inn á skemmtilegasta tímapunktinum á tímabilinu. Það er gott að setja tóninn fyrir síðasta fjórðung tímabilsins."

Agla María hefur verið meidd síðustu tvo mánuði en það er frábært fyrir Blika að fá hana til baka.

„Þetta er búið að vera krefjandi. Ég og Olla vorum tvær meiddar á sama tíma og það var frábært að vera með henni í ræktinni. Það var geggjað að vera með Ollu í þessu. Það eru þrjár vikur síðan ég byrjaði að skokka. Ég er virkilega þakklát að það fór ekki verr. Mér líður mjög vel," sagði Agla María.

Blikar komust á toppinn með sigrinum í kvöld en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner