Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 30. ágúst 2024 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Mætt aftur með látum - „Virkilega þakklát að það fór ekki verr"
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Blikar eru búnir að endurheimta Öglu Maríu Albertsdóttur til baka úr meiðslum en hún átti frábæra innkomu gegn Víkingi í kvöld. Hún skoraði með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa verið í innan við mínútu inn á vellinum.

„Þetta er stórkostleg tilfinning og það er geggjað að vinna þær tvisvar svona sannfærandi. Mjög gott eftir að hafa tapað fyrir þeim fyrr í sumar," sagði Agla María eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

„Þetta var bara geggjað, gott að skora og gott að vera vinna sig inn í leiki núna. Það er svo stutt síðan ég byrjaði að skokka og hvað þá að æfa."

„Það er gott að fá mínútur og fá sjálfstraust. Það eru bókstaflega bara úrslitaleikir eftir og ég er að koma inn á skemmtilegasta tímapunktinum á tímabilinu. Það er gott að setja tóninn fyrir síðasta fjórðung tímabilsins."

Agla María hefur verið meidd síðustu tvo mánuði en það er frábært fyrir Blika að fá hana til baka.

„Þetta er búið að vera krefjandi. Ég og Olla vorum tvær meiddar á sama tíma og það var frábært að vera með henni í ræktinni. Það var geggjað að vera með Ollu í þessu. Það eru þrjár vikur síðan ég byrjaði að skokka. Ég er virkilega þakklát að það fór ekki verr. Mér líður mjög vel," sagði Agla María.

Blikar komust á toppinn með sigrinum í kvöld en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner