Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 30. ágúst 2024 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Mætt aftur með látum - „Virkilega þakklát að það fór ekki verr"
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Blikar eru búnir að endurheimta Öglu Maríu Albertsdóttur til baka úr meiðslum en hún átti frábæra innkomu gegn Víkingi í kvöld. Hún skoraði með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa verið í innan við mínútu inn á vellinum.

„Þetta er stórkostleg tilfinning og það er geggjað að vinna þær tvisvar svona sannfærandi. Mjög gott eftir að hafa tapað fyrir þeim fyrr í sumar," sagði Agla María eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

„Þetta var bara geggjað, gott að skora og gott að vera vinna sig inn í leiki núna. Það er svo stutt síðan ég byrjaði að skokka og hvað þá að æfa."

„Það er gott að fá mínútur og fá sjálfstraust. Það eru bókstaflega bara úrslitaleikir eftir og ég er að koma inn á skemmtilegasta tímapunktinum á tímabilinu. Það er gott að setja tóninn fyrir síðasta fjórðung tímabilsins."

Agla María hefur verið meidd síðustu tvo mánuði en það er frábært fyrir Blika að fá hana til baka.

„Þetta er búið að vera krefjandi. Ég og Olla vorum tvær meiddar á sama tíma og það var frábært að vera með henni í ræktinni. Það var geggjað að vera með Ollu í þessu. Það eru þrjár vikur síðan ég byrjaði að skokka. Ég er virkilega þakklát að það fór ekki verr. Mér líður mjög vel," sagði Agla María.

Blikar komust á toppinn með sigrinum í kvöld en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner