Blikar eru búnir að endurheimta Öglu Maríu Albertsdóttur til baka úr meiðslum en hún átti frábæra innkomu gegn Víkingi í kvöld. Hún skoraði með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa verið í innan við mínútu inn á vellinum.
„Þetta er stórkostleg tilfinning og það er geggjað að vinna þær tvisvar svona sannfærandi. Mjög gott eftir að hafa tapað fyrir þeim fyrr í sumar," sagði Agla María eftir leikinn.
„Þetta er stórkostleg tilfinning og það er geggjað að vinna þær tvisvar svona sannfærandi. Mjög gott eftir að hafa tapað fyrir þeim fyrr í sumar," sagði Agla María eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Víkingur R.
„Þetta var bara geggjað, gott að skora og gott að vera vinna sig inn í leiki núna. Það er svo stutt síðan ég byrjaði að skokka og hvað þá að æfa."
„Það er gott að fá mínútur og fá sjálfstraust. Það eru bókstaflega bara úrslitaleikir eftir og ég er að koma inn á skemmtilegasta tímapunktinum á tímabilinu. Það er gott að setja tóninn fyrir síðasta fjórðung tímabilsins."
Agla María hefur verið meidd síðustu tvo mánuði en það er frábært fyrir Blika að fá hana til baka.
„Þetta er búið að vera krefjandi. Ég og Olla vorum tvær meiddar á sama tíma og það var frábært að vera með henni í ræktinni. Það var geggjað að vera með Ollu í þessu. Það eru þrjár vikur síðan ég byrjaði að skokka. Ég er virkilega þakklát að það fór ekki verr. Mér líður mjög vel," sagði Agla María.
Blikar komust á toppinn með sigrinum í kvöld en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir