Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 30. ágúst 2024 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Það er eins ég sé í einhverri bíómynd hérna"
Sló í gegn í Lengjudeildinni og er nú að brillera í Bestu deildinni
Samantha Smith.
Samantha Smith.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki.
Breiðablik fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður vel. Við erum að spila mjög vel og erum að toppa á réttum tíma. Ég er spennt fyrir næstu leikjum," sagði Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld.

Samantha átti frábæran leik en hún skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. „Það er gaman að spila með þessum stelpum og það er mér auðvelt. Ég er umkringd mjög góðum leikmönnum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Samantha lék frábærlega með FHL í Lengjudeildinni fyrri hluta tímabilsins og hjálpaði þeim að komast upp í Bestu deildina. Núna er markmiðið að hjálpa Blikum að ná Íslandsmeistaratitlinum eftir að hafa gengið í raðir Kópavogsfélagsins á láni í sumar.

„Það er eins ég sé í einhverri bíómynd hérna. Þetta er ekki raunverulegt, sérstaklega þegar ég bjó fyrir austan í kringum öll fallegu fjöllin. Núna bý ég í borginni og það er mjög gaman. Ég er að fá að upplifa nýjan kúltur og ég er glöð að vera hérna," segir Samantha.

Hvernig var að flytja frá Bandaríkjunum til Austfjarða á Íslandi?

„Það var klárlega eitthvað sem ég þurfti að venjast. Ég hef aldrei verið í kringum svona mörg fjöll og þegar ég kom var mikill snjór. Ég elska að búa á Íslandi, það er mjög gaman."

„Ég veit það ekki alveg (hvernig hún var sannfærð að flytja til Austfjarða). Ég þekki Lindu Boama úr Víkingi en við spiluðum saman í háskólaboltanum. Hún sagði alltaf að ég gæti spilað á Íslandi og þegar tækifærið kom, þá hoppaði ég á það. Og ég endaði á Austfjörðum. Ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert á síðustu mánuðum."

Breiðablik komst á toppinn með þessum sigri í kvöld. „Þetta var fullkomið tækifæri á silfurplata fyrir mig. Ég gat ekki hafnað þessu eftir að ég talaði við Nik. Kalli og stelpurnar í FHL studdu við bakið á mér."

Samantha segist ekki enn vita hvar hún spilar á næsta tímabili, það kemur í ljós. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner