Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 30. ágúst 2024 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Það er eins ég sé í einhverri bíómynd hérna"
Sló í gegn í Lengjudeildinni og er nú að brillera í Bestu deildinni
Samantha Smith.
Samantha Smith.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki.
Breiðablik fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður vel. Við erum að spila mjög vel og erum að toppa á réttum tíma. Ég er spennt fyrir næstu leikjum," sagði Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld.

Samantha átti frábæran leik en hún skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. „Það er gaman að spila með þessum stelpum og það er mér auðvelt. Ég er umkringd mjög góðum leikmönnum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Samantha lék frábærlega með FHL í Lengjudeildinni fyrri hluta tímabilsins og hjálpaði þeim að komast upp í Bestu deildina. Núna er markmiðið að hjálpa Blikum að ná Íslandsmeistaratitlinum eftir að hafa gengið í raðir Kópavogsfélagsins á láni í sumar.

„Það er eins ég sé í einhverri bíómynd hérna. Þetta er ekki raunverulegt, sérstaklega þegar ég bjó fyrir austan í kringum öll fallegu fjöllin. Núna bý ég í borginni og það er mjög gaman. Ég er að fá að upplifa nýjan kúltur og ég er glöð að vera hérna," segir Samantha.

Hvernig var að flytja frá Bandaríkjunum til Austfjarða á Íslandi?

„Það var klárlega eitthvað sem ég þurfti að venjast. Ég hef aldrei verið í kringum svona mörg fjöll og þegar ég kom var mikill snjór. Ég elska að búa á Íslandi, það er mjög gaman."

„Ég veit það ekki alveg (hvernig hún var sannfærð að flytja til Austfjarða). Ég þekki Lindu Boama úr Víkingi en við spiluðum saman í háskólaboltanum. Hún sagði alltaf að ég gæti spilað á Íslandi og þegar tækifærið kom, þá hoppaði ég á það. Og ég endaði á Austfjörðum. Ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert á síðustu mánuðum."

Breiðablik komst á toppinn með þessum sigri í kvöld. „Þetta var fullkomið tækifæri á silfurplata fyrir mig. Ég gat ekki hafnað þessu eftir að ég talaði við Nik. Kalli og stelpurnar í FHL studdu við bakið á mér."

Samantha segist ekki enn vita hvar hún spilar á næsta tímabili, það kemur í ljós. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner