Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   fös 30. ágúst 2024 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Það er eins ég sé í einhverri bíómynd hérna"
Sló í gegn í Lengjudeildinni og er nú að brillera í Bestu deildinni
Kvenaboltinn
Samantha Smith.
Samantha Smith.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki.
Breiðablik fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður vel. Við erum að spila mjög vel og erum að toppa á réttum tíma. Ég er spennt fyrir næstu leikjum," sagði Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld.

Samantha átti frábæran leik en hún skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. „Það er gaman að spila með þessum stelpum og það er mér auðvelt. Ég er umkringd mjög góðum leikmönnum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Samantha lék frábærlega með FHL í Lengjudeildinni fyrri hluta tímabilsins og hjálpaði þeim að komast upp í Bestu deildina. Núna er markmiðið að hjálpa Blikum að ná Íslandsmeistaratitlinum eftir að hafa gengið í raðir Kópavogsfélagsins á láni í sumar.

„Það er eins ég sé í einhverri bíómynd hérna. Þetta er ekki raunverulegt, sérstaklega þegar ég bjó fyrir austan í kringum öll fallegu fjöllin. Núna bý ég í borginni og það er mjög gaman. Ég er að fá að upplifa nýjan kúltur og ég er glöð að vera hérna," segir Samantha.

Hvernig var að flytja frá Bandaríkjunum til Austfjarða á Íslandi?

„Það var klárlega eitthvað sem ég þurfti að venjast. Ég hef aldrei verið í kringum svona mörg fjöll og þegar ég kom var mikill snjór. Ég elska að búa á Íslandi, það er mjög gaman."

„Ég veit það ekki alveg (hvernig hún var sannfærð að flytja til Austfjarða). Ég þekki Lindu Boama úr Víkingi en við spiluðum saman í háskólaboltanum. Hún sagði alltaf að ég gæti spilað á Íslandi og þegar tækifærið kom, þá hoppaði ég á það. Og ég endaði á Austfjörðum. Ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert á síðustu mánuðum."

Breiðablik komst á toppinn með þessum sigri í kvöld. „Þetta var fullkomið tækifæri á silfurplata fyrir mig. Ég gat ekki hafnað þessu eftir að ég talaði við Nik. Kalli og stelpurnar í FHL studdu við bakið á mér."

Samantha segist ekki enn vita hvar hún spilar á næsta tímabili, það kemur í ljós. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir