Simon Hooper, dómarinn í leik Tottenham og Liverpool, var rétt í þessu að vísa Diogo Jota af velli með sitt annað gula spjald og eru Liverpool-menn því tveimur mönnum færri, en staðan er 1-1.
Jota kom inn fyrir Cody Gakpo í hálfleik, en hann fékk tvö gul spjöld á mínútu.
Fyrra gula spjaldið var að vísu stórfurðulegt, en Destiny Udogie virðist þar fella sjálfan sig.
Mínútu síðar fékk Jota gult spjald fyrir tæklingu og þar með annað gula spjald hans og rautt.
Curtis Jones var rekinn af velli í fyrri hálfleiknum og eru Liverpool-menn tveimur færri þegar rúmar tíu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.
Hægt er að sjá bæði spjöldin á Jota hér fyrir neðan.
Sjáðu annað gula spjald Jota hér
Diogo Jota getting his first yellow card before his red card after Bissouma trips himself up. Unbelievable #TOTLIV #LFCpic.twitter.com/Xv8a009Fld
— .. (@adamanska) September 30, 2023
Hversu mikla forgjöf þarf þetta fokkings Tottenham lið? FUCK OFF
— Einar Matthías (@einarmatt) September 30, 2023
Athugasemdir