Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   mán 30. september 2024 09:52
Elvar Geir Magnússon
Griezmann leggur landsliðsskóna á hilluna (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Antoine Griezmann hefur ákveðið að hætta að spila fyrir franska landsliðið, 33 ára gamall.

Þessi leikmaður Atletico Madrid lék 137 landsleiki fyrir Frakkland og hjálpaði liðinu að vinna HM 2018.

„Það er með hjarta fullt af minningum sem ég loka þessum kafla lífs míns. Takk fyrir magnað ævintýri og sjáumst bráðlega," skrifaði Griezmann á samfélagsmiðla.

Hann byrjaði í 3-1 tapi Frakklands gegn Ítalíu í síðasta landsliðsglugga og lék svo sinn síðasta landsleik þremur dögum síðar, þegar hann kom inn af bekknum í 2-0 sigri gegn Belgíu.


Athugasemdir
banner
banner