Franski framherjinn Antoine Griezmann hefur ákveðið að hætta að spila fyrir franska landsliðið, 33 ára gamall.
Þessi leikmaður Atletico Madrid lék 137 landsleiki fyrir Frakkland og hjálpaði liðinu að vinna HM 2018.
Þessi leikmaður Atletico Madrid lék 137 landsleiki fyrir Frakkland og hjálpaði liðinu að vinna HM 2018.
„Það er með hjarta fullt af minningum sem ég loka þessum kafla lífs míns. Takk fyrir magnað ævintýri og sjáumst bráðlega," skrifaði Griezmann á samfélagsmiðla.
Hann byrjaði í 3-1 tapi Frakklands gegn Ítalíu í síðasta landsliðsglugga og lék svo sinn síðasta landsleik þremur dögum síðar, þegar hann kom inn af bekknum í 2-0 sigri gegn Belgíu.
C’est avec le cœur plein de souvenirs que je clos ce chapitre de ma vie. Merci pour cette magnifique aventure tricolore et à bientôt. ???????? pic.twitter.com/qpw8dvdtFt
— Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) September 30, 2024
Athugasemdir