Valur missti tvo byrjunarliðsmenn út á leikdegi fyrir viðureignina gegn Íslandsmeisturum Víkings í gær. Gylfi Þór Sigurðsson, sem skoraði magnað jöfnunarmark gegn Stjörnunni, var fjarri góðu gamni.
Hans var að sjálfsögðu saknað í Valsliðinu en Víkingur vann 3-2 endurkomusigur í stórskemmtilegum og spennandi leik.
Hans var að sjálfsögðu saknað í Valsliðinu en Víkingur vann 3-2 endurkomusigur í stórskemmtilegum og spennandi leik.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 3 Víkingur R.
„Hann átti að byrja leikinn og hefur æft án meiðsla. En hann vaknaði í morgun með einhvern sting í bakinu og var því miður ekki klár til að hjálpa liðinu í kvöld. Hann hefur verið stórkostlegur og ég vona að hann verði góður í vikunni og verði klár í næsta leik," sagði Túfa, þjálfari Vals, eftir leikinn í gær.
Rétt fyrir leik var svo gerð breyting á skýrslu þegar Frederik Schram kom inn í markið þar sem Ögmundur Kristinsson meiddist á nára í upphitun.
Það vakti þó athygli að Tryggvi Hrafn Haraldsson var í hóp hjá Val og kom inn af bekknum í leiknum en talað var um það í síðustu viku að hann væri mögulega ristarbrotinn. Svo er þó greinilega ekki.
Valur er í þriðja sæti Bestu deildarinnar og í harðri baráttu um Evrópusæti. Stjarnan og ÍA geta í kvöld sett enn meiri pressu á Val í baráttunni um Evrópu.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir