David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
banner
   mið 30. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - U17 karla mætir Norður-Makedóníu í Laugardal
Mynd: KSÍ
Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri mætir Norður-Makedóníu í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni Evrópumótsins í dag en riðillinn er spilaður hér á landi.

Ísland er í riðli með Eistlandi, Norður-Makedóníu og Spáni, og verða allir leikirnir spilaðir á AVIS-vellinum í Laugardal.

Íslenska liðið spilar fyrsta leikinn við Norður-Makedóníu og hefst hann klukkan 17:00 í dag. Íslenska liðið mætir síðan Eistlandi á laugardag og Spánverjum á þriðjudag.

Allir leikirnir í riðlinum verða jafnframt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans, sem er öllum aðgengilegt og ókeypis sem eru með internettengingu, einungis þarf að skrá notandaaðgang að Sjónvarpi Símans.

Leikir dagsins:
13.00 Spánn Eistland
17.00 Norður-Makedónía Ísland
Athugasemdir
banner
banner