Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. nóvember 2021 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir skoraði tvennu í bikarsigri - Diego lagði upp sigurmarkið
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var einn af markaskorurum Adana Demirspor þegar liðið lagði Serik Belediyespor í tyrknesku bikarkeppninni.

Mario Balotelli kom Birki og félögum á bragðið á tíundu mínútu leiksins og síðar í fyrri hálfleiknum skoraði Birkir tvisvar. Staðan var 5-0 í hálfleik.

Fleiri voru mörkin ekki í seinni hálfleiknum og lokatölur 5-0 fyrir Adana Demispor sem er komið á næsta stig bikarkeppninnar. Frábær leikur hjá Birki í dag.

Diego lagði upp í sigri í bikarnum
Á Spáni fór einnig Íslendingalið áfram í bikarkeppni því Albacete vann þar 2-1 sigur gegn Racing Ferrol í spænska bikarnum.

Bakvörðurinn Diego Jóhannesson kom inn á sem varamaður hjá Albacete í hálfleik og lagði upp sigurmarkið. Diego er með íslenskan ríkisborgararétt en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan 2017.

Hjörtur byrjaði fyrir toppliðið
Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Pisa þegar liðið gerði jafntefli við Perugia í ítölsku B-deildinni. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Hjörtur og félagar eru að eiga gott tímabil, og sitja á toppi B-deildarinnar með 29 stig úr 15 leikjum.

Það var þá Íslendingaslagur þar sem enginn Íslendingur kom við sögu í B-deildinni á Ítalíu þegar SPAL og Venezia mættust. Mikael Egill Ellertsson var ónotaður varamaður hjá SPAL og komu þeir Brynjar Ingi Bjarnason og Þórir Jóhann Helgason varamenn hjá Lecce.

Leikurinn endaði 1-3 fyrir Lecce, sem er í öðru sæti á eftir Pisa. SPAL er í 15. sæti af 17 liðum.
Athugasemdir
banner
banner