Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. nóvember 2022 12:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ljóst eftir fimm mínútur að þarna er algjör fagmaður á ferðinni"
FH fagnar marki.
FH fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur ráðið nýjan styrktarþjálfara til leiks fyrir næsta sumar og mun hann sjá um það að leikmenn félagsins séu í sem bestu standi líkamlega.

Nýi styrktarþjálfarinn heitir Ben Mackenzie og kemur frá Suður-Afríku. Hann hefur þó starfað á Englandi undanfarin ár.

Áður en hann samdi við FH þá var hann hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Leicester þar sem hann starfaði í unglingaakademíunni.

Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, var spurður út í Mackenzie á dögunum og sagði þá:

„Mér líst rosalega vel á hann. Ég er búinn að taka tvo langa fundi með honum. Það var ljóst eftir fimm mínútur að þarna er algjör fagmaður á ferðinni."

Þannig að leikmenn verða í algjöru toppformi á næsta tímabili? „Já, ég vænti þessi."


Venni vildi vera skipstjórinn - „Ég á nógan tíma"
Athugasemdir
banner
banner