FH hefur ráðið nýjan styrktarþjálfara til leiks fyrir næsta sumar og mun hann sjá um það að leikmenn félagsins séu í sem bestu standi líkamlega.
Nýi styrktarþjálfarinn heitir Ben Mackenzie og kemur frá Suður-Afríku. Hann hefur þó starfað á Englandi undanfarin ár.
Áður en hann samdi við FH þá var hann hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Leicester þar sem hann starfaði í unglingaakademíunni.
Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, var spurður út í Mackenzie á dögunum og sagði þá:
„Mér líst rosalega vel á hann. Ég er búinn að taka tvo langa fundi með honum. Það var ljóst eftir fimm mínútur að þarna er algjör fagmaður á ferðinni."
Þannig að leikmenn verða í algjöru toppformi á næsta tímabili? „Já, ég vænti þessi."
'Three Ps of Productive Performance' #fmpa2022 Conference
— ⚽️Football Medicine & Performance Practitioners⚽️ (@FMPA_Official) May 26, 2022
BEN MACKENZIE
Academy Sport Scientist
Leicester City FC@BenMackenzie13 @LCFC
➡️ https://t.co/C3O5U0eXo0
FMPA Conference Platinum Sponsor @promotion_fit pic.twitter.com/AyAIpOZCAN
Athugasemdir