Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. nóvember 2023 11:36
Elvar Geir Magnússon
Réttað yfir Man City næsta haust - Ákært fyrir 115 fjárhagsbrot
Manchester City vann þrennuna á síðasta tímabili.
Manchester City vann þrennuna á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Frá Etihad leikvangnum, heimavelli Manchester City.
Frá Etihad leikvangnum, heimavelli Manchester City.
Mynd: Getty Images
„Réttarhöld aldarinnar í fótboltaheiminum hafa verið sett á dagskrá seinni hluta næsta árs." - Svona hefst frétt Daily Mail þar sem segir að enska úrvalsdeildin og Manchester City hafi náð samkomulagi um hvenær félagið muni fara fyrir óhæða dómnefnd í stærstu yfirheyrslu í sögu enska boltans.

Manchester City var í febrúar ákært fyrir 115 brot á fjárhagsreglum í febrúar eftir að rannsókn hófst 2018. Hvorki enska úrvalsdeildin né City hafa viljað tjá sig um framvindu mála við fjölmiðla síðan.

Heimildarmenn Daily Mail telja að niðurstaða gæti ekki komið fyrr en í lok næsta tímabils en þá á núverandi samningur Pep Guardiola stjóra City að renna út.

Talið er að nú sé verið að taka skýrslur af vitnum og haldist sú dagsetning að réttarhöldin fari fram næsta haust er líklegt að dómur verði kveðinn upp í kringum sumarið 2025.

City er sakað um að hafa brotið reglur á samtals fjórtán tímabilum, frá 2009-10 tímabilinu. Ákærurnar fela í sér kröfur vegna fjárhagsskýrslu og skorts á samvinnu við rannsókn í ensku úrvalsdeildinni sem hófst árið 2018. City neitar sök og segist hafa klettharðar sannanir til að verja sig.

Everton var ákært fyrir brot á fjármálareglum í mars, mánuði eftir að tilkynnt var um ákærur City, og fyrr í þessum mánuði fengu þeir tíu stiga frádrátt sem þeir hafa áfrýjað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner