Afturelding lagði Þrótt R. að velli, 3-2, í æfingaleik á Malbikstöðinni að Varmá í gær.
Aron Elí Sævarsson, Andri Freyr Jónasson og Ríkharður Smári Gröndal skoruðu mörk Aftureldingar en Kári Kristjánsson og Benoný Haraldsson gerðu mörk Þróttar. Kári er skotmark Vals eins og fjallað var um í vikunni. Víkingurinn Þorri Heiðar Bergmann (2007) kom inn á hjá Þrótti í leiknum.
Bræðurnir, Axel Óskar og Jökull Andréssynir, spiluðu saman með Aftureldingu en þeir komu inn af bekknum í síðari hálfleik. Axel rifti við KR á dögunum og þá yfirgaf Jökull enska félagið Reading, en báðir munu semja við liðið á næstu dögum.
Afturelding mætir næst KR í Bose-mótinu þann 7. desember.
Byrjunarlið Aftureldingar: Arnar Daði; Aron Jóns, Gunnar Bergmann, Sigurpáll, Aron Elí; Bjartur, Bjarni Páll, Elmar Kári, Enes Þór, Sindri Sigurjóns; Arnór Gauti.
Byrjunarlið Þróttar: Þórhallur; Hlynur, Njörður, Stefán Þórður, Eiríkur; Birkir Björns, Unnar Steinn, Mikhael Kári, Kári Kristjáns, Eiður Jack; Aron Snær.
Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir