mán 30. desember 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Harpa Jóhannsdóttir fær traustið sem aðalmarkvörður Þór/KA
Elian Graus Domingo verður ekki áfram
Harpa handsamar hér knöttinn í leik gegn Fylki í sumar.
Harpa handsamar hér knöttinn í leik gegn Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Harpa í leik með Hömrunum 2018.
Harpa í leik með Hömrunum 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Andri Hjörvar Albertsson, aðalþjálfari Þór/KA, var í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann var spurður út í leikmannamál.

Markvarðarmálin voru fyrsta umræðuefnið. Í haust var tilkynnt að Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hafi sagt upp samningi sínum hjá Þór/KA. Bryndís glímdi við meiðsli á liðnu sumri og þurfti Þór/KA á undanþágu að halda í markvarðarstöðuna undir lok leiktíðar.

Elian Graus Domingo skipti yfir í Þór/KA undir lok leiktíðar frá liði Sindra. Elian varði mark Þór/KA í síðustu þremur leikjum Þór/KA í deildinni.

Andri var spurður hvort Elian yrði áfram hjá Þór/KA. „Það eru engar lýkur á því að hún verði áfram hjá Þór/KA," sagði Andri við Fótbolta.net. Hvert horfir þá Þór/KA í markvarðarmálum. Er horft erlendis eða er liðið með eitthvað í hendi í þeim efnum?

„Við horfum ekki á neitt erlendis frá í markmannamálum. Við vorum eitthvað að spá í íslenskum leikmönnum þegar við veltum málunum fyrst fyrir okkur. En svo kom það á daginn að við erum að fá leikmann til okkar úr námi, hana Hörpu, sem hefur verið loðandi við liðið síðustu ár, við ætlum að treysta á hana," sagði Andri.

Harpa Jóhannsdóttir var við nám í New Jersey og lék þar með Seton Hall Pirates á skólastyrk. Harpa er fædd árið 1998 og lék sinn fyrsta leik með Þór/KA árið 2014.

Hún hefur alls leikið sjö leiki fyrir Þór/KA en sumarið 2018 lék hún með Hömrunum í Inkasso-deildinni (1. deild). Þar tókst henni að skora eitt mark í átján leikjum. Í sumar lék Harpa þrjá deildarleiki með Þór/KA, hún lék einn leik í Mjólkurbikarnum og einn leik í Meistarakeppni KSÍ.

Sjá einnig:
Andri Hjörvar: Loka engum dyrum á endurkomu Mexíkóanna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner