Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. janúar 2020 18:47
Ívan Guðjón Baldursson
Hoffenheim kaupir Bruun Larsen (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hoffenheim er búið að festa kaup á framherjanum fjölhæfa Jacob Bruun Larsen.

Hoffenheim borgar 10 milljónir evra fyrir danska landsliðsmanninn sem hefur verið hjá Borussia Dortmund síðustu fimm ár.

Larsen er búinn að skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning við Hoffenheim og mun hann leysa Jürgen Locadia af hólmi í leikmannahópnum. Locadia var kallaður aftur til Brighton fyrr í dag.

Bournemouth vildi fá Larsen til sín fyrr í janúar en ekkert varð úr skiptunum. Enska félagið vildi fá hann lánaðan á meðan Dortmund vildi frekar selja hann.

Larsen skoraði 3 mörk í 24 keppnisleikjum á síðustu leiktíð en hefur aðeins komið einu sinni við sögu á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner