Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 31. janúar 2020 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jonas Lössl aftur til Huddersfield (Staðfest)
Danski markvörðurinn Jonas Lössl er farinn aftur til Huddersfield frá Everton.

Lössl gekk í raðir Everton síðasta sumar og skrifaði þá undir samning til 2022. Hann hefur ekkert spilað með Everton á tímabilinu.

Lössl var aðalmarkvörður Huddersfield í tvö tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Hann féll með liðinu á síðasta tímabili niður í Championship-deildina.

„Það þarf ekki að kynna Jonas fyrir stuðningsmönnum Huddersfield. Við erum mjög ánægðir að fá hann aftur," sagði Danny Cowley, stjóri Huddersfield, við heimasíðu félagsins.

Huddersfield er í 19. sæti ensku Championship-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner