Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. janúar 2020 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Man City lánar Angelino til Leipzig (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Manchester City er búið að lána vinstri bakvörðinn Angelino til toppliðs þýska boltans, RB Leipzig.

Angelino var hjá Man City í fjögur ár áður en hann var seldur til PSV Eindhoven í júní 2018. Í samninginn var sett sérstakt ákvæði sem gaf Man City forkaupsrétt á Angelino skildi PSV selja hann.

Ári síðar, sumarið 2019, var Angelino afar eftirsóttur og virtist PSG vera að krækja í hann. City skarst í leikinn og endaði á að nýta forkaupsréttinn til að kaupa bakvörðinn aftur til sín.

Angelino, sem er 23 ára, kom aðeins við sögu í sex úrvalsdeildarleikjum með City á fyrri hluta tímabils og spilaði í sex bikarleikjum, þar á meðal einu sinni í Meistaradeildinni.

Leipzig getur keypt Angelino fyrir 30 milljónir evra næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner