Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 31. janúar 2020 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfesta að Ighalo fari til Manchester United
Á leið frá Kína til Manchester United.
Á leið frá Kína til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Sky Sports, BBC og aðrir fjölmiðlar á Bretlandi hafa staðfest félagaskipti Odion Ighalo til Manchester United.

Félagið sjálft á þó eftir að senda frá sér tilkynningu.

BBC segir að Ighalo komi til United á sex mánaða lánssamningi. United hefur ekki samið við félag Ighalo í Kína, Shanghai Shenhua, um möguleika á kaupum á nígeríska sóknarmanninum næsta sumar.

Ighalo, sem er þrítugur, lék með Watford frá 2014 til 2017 og skoraði þá 36 mörk í 90 deildarleikjum. Tímabilið 2015/16 skoraði hann 15 mörk í 37 deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd vildi fá inn sóknarmann út af meiðslum Marcus Rashford. Í morgun sendi United tilboð til Bournemouth í Joshua King, en því var hafnað. Því sneri félagið sér að Ighalo og er hann á leiðinni frá Kína.

Ighalo mun ferðast frá Kína til Manchester á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner