Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 22:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ensku liðin hafa áhyggjur af áframhaldi Evrópukeppna
Mynd: Getty Images
Ensk félög hafa miklar efasemdir um áframhald á Evrópkeppnum ef mótahald verður haldið áfram þessa leiktíðina. UEFA er að undirbúa sig fyrir viðræður um hvernig eigi að klára bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina.

Á morgun verður haldin fundur þar sem fulltrúar 55 aðildafélaga UEFA ræða málin. Þar verður rætt hvort yfir höfuð sé hægt að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina.

Manchester City, Manchester United, Chelsea og Wolves eru enn í Evrópukeppnum en líkurnar eru hverfandi að Chelsea nái að snúa sínu einvígi við gegn Bayern Munchen. Samkvæmt heimildum Sportsmail þá hafa ensku liðin áhyggjur af sínum leikmönnum og starfsfólki ef það á að klára keppnirnar.

Enska knattspyrnusambandið er sagt ætla að ræða þetta á fundinum á morgun. UEFA ætlar að ræða mismunandi hugmyndir hvernig megi klára keppnirnar og takmarka ferðalög og á sama tíma smithættu.

Ein hugmyndin er á þá leið að einungis einn leikur fari fram í átta liða og undanúrslitum keppnana. Þá hefur verið rætt um að halda stutt mót eftir að deildarkeppnum lýkur í einn borg og þar yrðu Evrópukeppnirnar kláraðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner