Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 22:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ferguson hringdi óvænt í Leeds - Endaði með Cantona hálftíma seinna
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hjá Leeds var Eric Cantona búinn að brenna margar brýr og í kjölfarið hélt hann til Manchester United og þar skráði hann sig á spjöld sögunnar. Cantona er einn virtasti leikmaður í sögu United á meðal stuðningsmanna félagsins en það var algjör tilviljun að United krækti í Frakkann.

Howard Wilkinson, þáverandi stjóri Leeds, var orðinn þreyttur á Cantona en ætlunin var samt aldrei að selja leikmanninn. Bill Fotherby, þáverandi framkvæmdastjóri, hringdi í United á sínum tíma og ætlaði að spyrjast fyrir um Denis Irwin.

„Ég hringdi og spurði út í Denis Irwin sem hafði áður verið hjá Leeds," sagði Fotherby við Mirror.

„Martin Edwards þáverandi stjórnarformaður United sagði að það væri ekki séns að Irwin færi en ég bað um að fá að tala við Alex."

„Ég bjóst ekki við því að hann myndi hringja til baka en í þetta skiptið gerði hann það og hann spurðist fyrir um Eric,"
sagði Fotherby og hló. Samband Wilkinson og Cantona var á þann veg að það var möguleiki að Eric færi.

Martin Edwards segir næst frá: „Ég hafði lesið um samband Howard og Eric og ég vissi hversu mikilvægur hann var Leeds þegar liðið vann deildina þetta vorið," sagði Edwards

„Ef hann hefði ekki verið í liðinu hefði það aldrei orðið meistari. Ég hafði samband við Alex og sagði honum frá þeirra hugmynd með Irwin. Hann sagði nei eins og ég bjóst við. Þá spurði ég hann hvort hann myndi taka Cantona ef það væri möguleiki. Hann svaraði því: Hiklaust."

Kaupin gengu nú ekki svona einfaldlega í gegn og þurftu Bill og Edwards að semja um kaupverð.

„Bill sagði við mig; Við erum opnir fyrir því að selja hann en það er eitt vandamál. Hann er mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum. Okkur verður slátrað fyrir þetta. Howard vill gera þetta en við verðum að vera snöggir að klára þetta," sagði Edwards.

Leeds vildi fá 1,6 milljónir punda fyrir franska framherjann en United vildi ekki borga meira en milljón. Næsta gagntilboð var upp á 1,2 en United vildi ekki fara hærra en milljón.

„Get ég sagt að þið borgið 1,2 milljónir?" (Bill Fothesby)

„Þú getur sagt það sem þú vilt segja,"
svaraði Edwards. „Ég hringdi svo í kjölfarið í Alex og hann trúði þessu ekki."

Sir Alex Ferguson sagði að skiptin hefðu klárast á hálftíma sem séu skjótustu skipti sem hann hafi orðið vitni af. Cantona kom til United ári 1992 og skoraði 64 mörk í 143 deildarleikjum. Cantona fór frá United eftir tímabilið 1997 og lagði skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner