mið 31. mars 2021 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr í Norrköping (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason er búinn að skipta um félag. Hann er farinn frá Oostende í Belgíu og genginn í raðir Norrköping í Svíþjóð.

Ari þekkir vel til í Svíþjóð eftir að hafa áður fyrr spilað með Sundsvall og Häcken þar í landi. Hann hefur síðustu fimm árin spilað í Belgíu, fyrst með Lokeren til 2019 og svo með Oostende.

„Ari er nákvæmlega það sem við þurfum. Hann er með mikla reynslu, hefur lengi verið í íslenska landsliðinu og byrjunarliðsmaður í belgísku úrvalsdeildinni. Reynsla hans og leiðtogahæfni munu hjálpa okkur," segir Rikard Norling, þjálfari Norrköping.

Ari getur spilað bæði sem vinstri bakvörður og sem miðjumaður. Norling sér hann fyrir sér á miðjunni.

Hjá Norrköping eru fjórir Íslendingar fyrir; Finnur Tómas Pálmason, Jóhannes Kristinn Bjarnason, Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.

Ari er 33 ára gamall og á að baki 79 A-landsleiki fyrir Ísland. Hann byrjar á bekknum gegn Liechtenstein í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner