mið 31. mars 2021 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Armenía með fullt hús í riðli okkar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Armenía 3 - 2 Rúmenía
1-0 Eduard Spertsyan ('56 )
1-1 Alexandru Cicaldau ('62 )
1-2 Alexandru Cicaldau ('72 )
2-2 Varazdat Haroyan ('86 )
3-2 Tigran Barseghyan ('89 , víti)
Rautt spjald: George Puscas, Rúmenía ('78)

Armenía situr á toppnum í riðli Íslendinga með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Armenía tók á móti Rúmeníu í dag og það var miklu meira fjör í seinni hálfleiknum en þeim fyrri.

Eduard Spertsyan kom Armeníu yfir á 56. mínútu en Alexandru Cicaldau sneri við leiknum fyrir Rúmeníu. Hann jafnaði á 62. mínútu og kom þeim í 2-1 tíu mínútum síðar.

Á 78. mínútu dró heldur betur til tíðinda þegar George Puscas, sóknarmaður Rúmeníu, fékk rautt spjald fyrir að sparka í hausinn á mótherja.

Það breytti gangi mála því Armeníu tókst að gera tvö mörk á síðustu mínútum leiksins ellefu gegn tíu. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 89. mínútu og lokatölur 3-2.

Armenía hefur komið mjög á óvart í þessum riðli og unnið bæði sigra á Íslandi og Rúmeníu. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Rúmenía er með þrjú stig.

Ísland er án stiga en mætir Liechtenstein klukkan 18:45. Hægt er að fara í beina textalýsingu frá þeim leik hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner