Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   sun 31. mars 2024 14:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Onana sorgmæddur - „Við erum Manchester United"
Mynd: EPA

Manchester United gerði dramatískt jafntefli gegn Brentford á útivelli í úrvalsdeildinni í gær.


Brentford sótti án afláts allan leikinn en það var Man Utd sem komst yfir með marki frá Mason Mount seint í uppbótatíma. Kristoffer Ajer gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin stuttu síðar.

Andre Onana markvörður Man Utd var sorgmæddur í leikslok.

„Ég er sorgmæddur því við erum Manchester United, það skiptir ekki máli á móti hverjum við spilum. Hvert sem við förum verðum við að vinna," sagði Onana.

„Við gáfum þennan leik frá okkur undir lokin. Við vörðumst hrikalega vel, þetta var ekki okkar besti leikur en það mikilvægasta var að vinna. Þetta er erfitt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner