Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 10:32
Elvar Geir Magnússon
Glódís ekki með í komandi landsleikjum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni í apríl vegna meiðsla. Glódís hefur verið að glíma við meiðsli og takmarkað leikið með Bayern München síðustu vikur.

Elísa Viðarsdóttir, leikmaður Vals, kemur inn í hópinn í hennar stað.

Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli í Laugardal. Ísland mætir Noregi föstudaginn 4. apríl kl. 16:45 og Sviss þriðjudaginn 8. apríl kl. 16:45.

Ísland er með eitt stig eftir tvo leiki. Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss og tapaði svo 2-3 gegn Frakklandi í febrúar. Báðir leikirnir fóru fram ytra. Sviss er einnig með eitt stig, en Noregur er með þrjú.
Athugasemdir
banner