Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   mið 19. mars 2025 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópurinn - Hildur snýr aftur og Amanda valin
Icelandair
watermark Hildur.
Hildur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Amanda.
Amanda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur valið hóp sem mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild UEFA.

Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli í Laugardal. Ísland mætir Noregi föstudaginn 4. apríl kl. 16:45 og Sviss þriðjudaginn 8. apríl kl. 16:45. Báðir leikirnir verða í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net og beinni útsendingu á RÚV

Ísland er með eitt stig eftir tvo leiki. Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss og tapaði svo 2-3 gegn Frakklandi í febrúar. Báðir leikirnir fóru fram ytra. Sviss er einnig með eitt stig, en Noregur er með þrjú.

Tvær breytingar eru á hópnum frá síðasta landsliðsvali. Hildur Antonsdóttir, leikmaður Madrid CFF á Spáni, snýr aftur eftir meiðsli en Bryndís Arna Níelsdóttir er ekki í hópnum að þessu sinni. Áslaug Munda, sem kölluð var inn í síðasta hóp, er aftur í hópnum núna og Amanda Andradóttir, sem gat ekki tekið þátt í síðasta verkefni, er mætt aftur. Diljá Ýr Zomers, sem var í upprunalega hópnum síðast, getur ekki tekið þátt í komandi leikjum vegna meiðsla. Ásdís Karen Halldórsdóttir, sem kom inn í hópinn fyrir Amöndu í síðasta mánuði, er ekki valin.

Hópurinn
Markmenn
Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 15 leikir

Útileikmenn
Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 36 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 70 leikir, 2 mörk
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 134 leikir, 11 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 47 leikir, 1 mark
Natasha Moraa Anasi - Valur - 8 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 15 leikir
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 16 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 51 leikur, 6 mörk
Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 14 leikir, 2 mörk
Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 5 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 49 leikir, 11 mörk
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 115 leikir, 38 mörk
Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 22 leikir, 2 mörk
Sandra María Jessen - Þór/KA - 49 leikir, 6 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 15 leikir, 1 mark
Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 46 leikir, 12 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 45 leikir, 6 mörk
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 6 leikir
Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 18 leikir
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 4 0 0 8 - 2 +6 12
2.    Noregur 4 1 1 2 2 - 4 -2 4
3.    Ísland 4 0 3 1 5 - 6 -1 3
4.    Sviss 4 0 2 2 4 - 7 -3 2
Athugasemdir