Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fös 04. júlí 2025 22:39
Anton Freyr Jónsson
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Lengjudeildin
Bergvin tryggði ÍR stigin þrjú í Árbænum í kvöld
Bergvin tryggði ÍR stigin þrjú í Árbænum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bergvin Fannar Helgason var hetja ÍR þegar lið liðið vann Fylki í Árbænum í kvöld þegar hann skoraði sigurmark ÍR en markið kom af vítapunktinum. Bergin Fannar sagði í viðtali eftir sigurinn á Grindavík að hann gæti ekki beðið eftir að pakka Árna Guðnasyni saman og hann stóð við þau orð. 

„Við unnum alllaveganna og það var fyrir öllu og það er bara gaman að hafa smá banter í þessari deild." sagði Bergvin léttur


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 ÍR

„Þeir voru miklu meira með boltann en mér fannst þeir svosem ekkert skapa neitt mikið, þeir sköpuðu fín færi af og til en eingin svakalega og þetta var nokkuð jafn leikur þannig séð."

Fylkir komst yfir í leiknum og ÍR náði að koma til baka og fara með
stigin þrjú yfir í Breiðholtið og er liðið á toppi Lengjudeildarinnar. 

„Þetta var bara geðveikt og skipti öllu máli. Tilfinningin var að við vorum alltaf að fara skora í þesum leik og eftir að fyrsta kom þá var seinna alltaf möguleiki."

Það var mikill hiti undir lokin og Guðni Páll Kristjánsson dómari leiksins gaf fjögur rauð spjöld undir lokin í Árbænum í kvöld. Emil Ásmundsson og Árni Freyr Guðnason fengu rautt hjá Fylki og Ívan Óli Santos hjá ÍR. Tveimur mínútum síðar fékk fyrirliðin Ragnar Bragi Sveinsson að líta rautt spjald eftir stutt horn hjá ÍR

„Ég sá nú ekki alveg hvað gerðist þegar hann gaf nokkur rauð en ég ætla aðeins að verja minn gamla þjálfara (Árna Frey Guðnason) en ég er ekki viss um að hann hefði átt að fá rautt spjald en Emil já, 100% og Ragnar Bragi 1000%, þetta var bara líkamsárás."

ÍR er á toppi Lengjudeildarinnae þegar tímabilið er hálfnað og var Bergvin spurður hvort Breiðholtið væri farið að láta sig dreyma. 

„Við hugsum bara um næsta leik, gamla góða en stuðningsmennirnir mega dreyma eins og þeir vilja."




Athugasemdir
banner
banner