Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fös 04. júlí 2025 22:39
Anton Freyr Jónsson
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Lengjudeildin
Bergvin tryggði ÍR stigin þrjú í Árbænum í kvöld
Bergvin tryggði ÍR stigin þrjú í Árbænum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bergvin Fannar Helgason var hetja ÍR þegar lið liðið vann Fylki í Árbænum í kvöld þegar hann skoraði sigurmark ÍR en markið kom af vítapunktinum. Bergin Fannar sagði í viðtali eftir sigurinn á Grindavík að hann gæti ekki beðið eftir að pakka Árna Guðnasyni saman og hann stóð við þau orð. 

„Við unnum alllaveganna og það var fyrir öllu og það er bara gaman að hafa smá banter í þessari deild." sagði Bergvin léttur


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 ÍR

„Þeir voru miklu meira með boltann en mér fannst þeir svosem ekkert skapa neitt mikið, þeir sköpuðu fín færi af og til en eingin svakalega og þetta var nokkuð jafn leikur þannig séð."

Fylkir komst yfir í leiknum og ÍR náði að koma til baka og fara með
stigin þrjú yfir í Breiðholtið og er liðið á toppi Lengjudeildarinnar. 

„Þetta var bara geðveikt og skipti öllu máli. Tilfinningin var að við vorum alltaf að fara skora í þesum leik og eftir að fyrsta kom þá var seinna alltaf möguleiki."

Það var mikill hiti undir lokin og Guðni Páll Kristjánsson dómari leiksins gaf fjögur rauð spjöld undir lokin í Árbænum í kvöld. Emil Ásmundsson og Árni Freyr Guðnason fengu rautt hjá Fylki og Ívan Óli Santos hjá ÍR. Tveimur mínútum síðar fékk fyrirliðin Ragnar Bragi Sveinsson að líta rautt spjald eftir stutt horn hjá ÍR

„Ég sá nú ekki alveg hvað gerðist þegar hann gaf nokkur rauð en ég ætla aðeins að verja minn gamla þjálfara (Árna Frey Guðnason) en ég er ekki viss um að hann hefði átt að fá rautt spjald en Emil já, 100% og Ragnar Bragi 1000%, þetta var bara líkamsárás."

ÍR er á toppi Lengjudeildarinnae þegar tímabilið er hálfnað og var Bergvin spurður hvort Breiðholtið væri farið að láta sig dreyma. 

„Við hugsum bara um næsta leik, gamla góða en stuðningsmennirnir mega dreyma eins og þeir vilja."




Athugasemdir