Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fös 04. júlí 2025 22:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis fékk rautt í kvöld
Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis fékk rautt í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir tók á móti ÍR í kvöld þegar ellefta umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 ÍR

„Mikil vonbrigði, við vorum ekki nógu góðir" sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis svekktur eftir tapið í kvöld. 

„Við settum leikinn í hendurnar á þeim. Þeir vilja spila svona fótbolta þar sem að er svolítill barningur og gerðu það bara vel og eru góðir í því" 

„Við vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning og misstum gjörsamlega hausinn í lokin og töpuðum bara leiknum" 

Rauðu spjöldin fóru á flug undir lok leiks en hvað gekk á? 

„Mér fannst vera búin að ná ró á allt þarna en Hrafn fer úr axlarlið eða virðist fara úr axlarlið og einhvernveginn verður svona múgæsingur. Einhver æsingur hjá okkur og við stoppum þetta og stillum til friðar" 

„Svo allt í einu er línuvörðurinn hinumeginn sem er einhverja 70 metra frá þessu fer að skipta sér af því að einhver hafi staðið upp á bekknum og rekur mann útaf úr sitthvoru liðinu sem eru ekki þáttakendur í leiknum og þegar hann rekur Emil útaf þá stoppa ég hann og tek eitthvað svona aðeins í öxlina á honum og segi 'afhverju ertu að reka hann útaf?' og þá rak hann mig bara útaf. Meira veit ég ekki" 

Þetta var þó ekki eina rauða spjaldið í leiknum því stuttu seinna fær ÍR horn sem þeir taka stutt og ætla að skýla við hornfánan en Ragnar Bragi fyrirliði Fylkis fer þá aftan í leikmann ÍR og fær að líta rautt spjald. Dýrt fyrir Fylkismenn að missa tvo leikmenn í leikbann.

„Algjörlega og bara agaleysi að fara harkalega í hann út í horn. Það skipti engu máli hvort hann hafi farið óvart eða ekki. Það er bara pjúra rautt spjald og bara agaleysi" 

Nánar er rætt við Árna Freyr Guðnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 13 8 4 1 24 - 10 +14 28
2.    Njarðvík 13 7 6 0 31 - 12 +19 27
3.    HK 13 7 3 3 25 - 15 +10 24
4.    Þór 13 7 2 4 30 - 20 +10 23
5.    Þróttur R. 13 6 4 3 24 - 21 +3 22
6.    Keflavík 13 6 3 4 30 - 22 +8 21
7.    Grindavík 13 4 2 7 28 - 38 -10 14
8.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 13 2 4 7 16 - 21 -5 10
11.    Leiknir R. 13 2 4 7 13 - 28 -15 10
12.    Fjölnir 13 2 3 8 18 - 32 -14 9
Athugasemdir
banner