Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   fös 04. júlí 2025 22:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis fékk rautt í kvöld
Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis fékk rautt í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir tók á móti ÍR í kvöld þegar ellefta umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 ÍR

„Mikil vonbrigði, við vorum ekki nógu góðir" sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis svekktur eftir tapið í kvöld. 

„Við settum leikinn í hendurnar á þeim. Þeir vilja spila svona fótbolta þar sem að er svolítill barningur og gerðu það bara vel og eru góðir í því" 

„Við vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning og misstum gjörsamlega hausinn í lokin og töpuðum bara leiknum" 

Rauðu spjöldin fóru á flug undir lok leiks en hvað gekk á? 

„Mér fannst vera búin að ná ró á allt þarna en Hrafn fer úr axlarlið eða virðist fara úr axlarlið og einhvernveginn verður svona múgæsingur. Einhver æsingur hjá okkur og við stoppum þetta og stillum til friðar" 

„Svo allt í einu er línuvörðurinn hinumeginn sem er einhverja 70 metra frá þessu fer að skipta sér af því að einhver hafi staðið upp á bekknum og rekur mann útaf úr sitthvoru liðinu sem eru ekki þáttakendur í leiknum og þegar hann rekur Emil útaf þá stoppa ég hann og tek eitthvað svona aðeins í öxlina á honum og segi 'afhverju ertu að reka hann útaf?' og þá rak hann mig bara útaf. Meira veit ég ekki" 

Þetta var þó ekki eina rauða spjaldið í leiknum því stuttu seinna fær ÍR horn sem þeir taka stutt og ætla að skýla við hornfánan en Ragnar Bragi fyrirliði Fylkis fer þá aftan í leikmann ÍR og fær að líta rautt spjald. Dýrt fyrir Fylkismenn að missa tvo leikmenn í leikbann.

„Algjörlega og bara agaleysi að fara harkalega í hann út í horn. Það skipti engu máli hvort hann hafi farið óvart eða ekki. Það er bara pjúra rautt spjald og bara agaleysi" 

Nánar er rætt við Árna Freyr Guðnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner