Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fös 04. júlí 2025 22:24
Haraldur Örn Haraldsson
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er hinn klassíski sex stiga leikur. Þannig þetta var bara kærkomið, að halda loksins hreinu og ná þrem stigum," sagði Gunnar Már Guðmundsson þjálfari Fjölnis eftir 1-0 sigur gegn Leikni í kvöld.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Fjölnir

„Mér fannst við gera leikinn óþarflega erfiðann, en mér fannst við bara góðir. Við fengum færi og fengum góð færi í fyrri hálfleik, og eitt allavega í seinni hálfleik þannig við hefðum getað klárað leikinn. Við gerðum okkur svolítið erfitt fyrir og það var eins og við vorum manni færri í seinni hálfleik, frekar en að við vorum manni fleirri," segir Gunnar.

Eins og Gunnar segir voru Fjölnismenn manni fleirri mest allann seinni hálfleikinn eftir að Jón Arnar Sigurðsson fékk sitt annað gula spjald. Þeir spiluðu hinsvegar ekki þannig og voru í raun lakara liðið manni fleirri.

„Ætli þetta sé ekki bara eðlilegt hjá liði með lítið sjálfstraust að vera hræddir og byrja að verjast of neðarlega. Mér fannst við allavega leggja vinnuna inn og það skilaði sér," segir Gunnar.

Þessi sigur þýðir það að Fjölnir jafnar Leikni að stigum í deildinni og eru stutt frá því að koma sér úr fallsæti.

„Nú er það bara lykilatriði að tengja saman sigra. Einn til tveir sigrar í þessari deild gera helling. Það er bara klárt að við þurfum að einbeita okkur að næsta leik og klára það," segir Gunnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner