De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
banner
   mið 31. maí 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Benzema skoðar tilboð frá Sádi-Arabíu - Arsenal hyggst halda Smith Rowe
Powerade
Benzema fékk gullknöttinn á síðasta ári.
Benzema fékk gullknöttinn á síðasta ári.
Mynd: EPA
Emile Smith Rowe.
Emile Smith Rowe.
Mynd: Getty Images
Benjamin Pavard.
Benjamin Pavard.
Mynd: EPA
Pulisic til Juventus?
Pulisic til Juventus?
Mynd: Getty Images
Benzema, Smith Rowe, Maddison, Caicedo, Gnonto, Weghorst, Sabitzer og fleiri í slúðurpakkanum. Minnum á að Roma mætir Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.

Franski framherjinn Karim Benzema (35) hjá Real Madrid er að íhuga 346 milljóna punda tveggja ára samning frá Sádi-Arabíu. (ESPN)

Arsenal hefur ekki í hyggju að selja Emile Smith Rowe (22) í sumar og vonast til þess að hann finni formið á EM U21 landsliða. (Athletic)

Tottenham og Newcastle vilja fá James Maddison (26) og Harvey Barnes (25) frá Leicester. Báðir eru verðlagðir á um 40 milljónir punda. (Sun)

Tottenham hyggst notfæra sér klásúlu og breyta lánssamningi sænska vængmannsins Dejan Kulusevski (23) frá Juventus yfir í varanleg skipti. (Standard)

Samkomulag er milli Roberto de Zerbi stjóra Brighton og ekvadorska miðjumannsins Moises Caicedo (21) um að leikmaðurinn fari í sumar. Þrjú félög berjast um hann en Chelsea er talið líklegast. (Fabrizio Romano)

Manchester City og Arsenal hafa áhuga á ítalska sóknarleikmanninum Wilfried Gnonto (19) hjá Leeds United. (Calciomercato)

Manchester United mun ekki kaupa hollenska framherjann Wout Weghorst (30) og austurríska miðjumanninn Marcel Sabitzer (29) frá Burnley og Bayern München. (Mail)

Spænski hægri bakvörðurinn Ivan Fresneda (18) hjá Real Valladolid hefur fengið freistandi tilboð frá Arsenal. (Bild)

Franski varnarmaðurinn Benjamin Pavard (27) mun væntanlega yfirgefa Bayern München. (Fabrizio Romano)

Arsenal reynir að fá varnarmanninn William Saliba (22) til að skrifa undir nýjan samning en forráðamenn félagsins eru gapandi yfir launakröfum hans. (Mirror)

Aston Villa hefur áhuga á Marco Asensio (27) en búist er við því að spænski miðjumaðurinn yfirgefi Real Madrid á frjálsri sölu í sumar. Paris St-Germain, Arsenal og AC Milan hafa einnig sýnt honum áhuga. (Sun)

Liverpool vill fá franska miðjumanninn Manu Kone (22) frá Borussia Mönchengladbach. Hann er verðmetinn á um 35 milljónir punda. (Bild)

Juventus er að vinna baráttuna um að fá bandaríska sóknarleikmanninn Christian Pulisic (24) frá Chelsea. Pulisic gæti verið seldur á 20 milljónir punda. (Mail)

Portúgalski markvörðurinn Diogo Costa (23) hjá Porto gæti farið til Manchester United, þó spænski landsliðsmaðurinn David de Gea (32) vilji skrifa undir nýjan samning. (Mirror)

Úlfarnir vilja fá Adama Bojang (19), gambískan framherja Steve Biko FC. Chelsea og Crystal Palace hafa líka áhuga á að fá hann. (Standard)

Bandarísku landsliðsmennirnir Tyler Adams (24) og Brenden Aaronson (22) munu líklega yfirgefa Leeds eftir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni. (90min)

Xavi stjóri Barcelona segir að Manchester City hafi bakkað úr samkomulagi um að Joao Cancelo færi til Börsunga í janúar. Portúgalski varnarmaðurinn var svo lánaður til Bayern München. (90min)

Luis Enrique, sem hefur verið orðaður við Tottenham, er í viðræðum við Napoli en vill helst starfa í ensku úrvalsdeildinni. (Guardian)
Athugasemdir
banner