Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 31. maí 2023 10:55
Elvar Geir Magnússon
Eigandi Leeds búinn að kaupa Sampdoria
Fjárfestahópur með ítalska viðskiptamanninn Andrea Radrizzani, eiganda og stjórnarformann Leeds, í fararbroddi hefur keypt ítalska félagið Sampdoria. Liðið er fallið úr ítölsku A-deildinni.

Sampdoria hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum og flestir stuðningsmenn liðsins fagna yfirtökunni.

Radrizzani keypti Leeds fyrir 45 milljónir punda 2017 en búist er við því að hann selji sinn 56% hlut í félaginu til bandarískra meðeiganda félagsins, 49ers Enterprises.

49ers Enterprises ætlaði að ganga frá yfirtökunni í sumar en samkomulagið var háð því að Leeds myndi halda sér í úrvalsdeildinni. Leeds féll hinsvegar á sunnudag.

Sampdoria vann ítalska meistaratitilinn 1991 en mun enda í neðsta sæti ítölsku A-deildarinnar á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki af 37.
Athugasemdir
banner
banner