Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 31. júlí 2024 20:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Tvö rauð spjöld á Dalvík - Dramatískur sigur Keflavíkur
Lengjudeildin
Nikola Kristinn Stojanovic fékk að líta rauða spjaldið
Nikola Kristinn Stojanovic fékk að líta rauða spjaldið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru hörku leikir í Lengjudeildinni í kvöld. Dalvíkingar hafa fengið nokkur rauð spjöld í sumar og eitt til viðbótar leit dagsins ljós í kvöld. Liðið var manni færri frá 10. mínútu þegar Nikola Stojanvic fékk að líta rauða spjaldið fyrir harkalega tæklingu.


Gestirnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn því Dalvík/Reynir komst yfir eftir rúmlega klukkutíma leik þar sem Áki Sölvason skoraði úr vítaspyrnu.

Stuttu síðar var orðið jafnt í liðum þar sem Sæmundur Sven A Schepsky fékk að líta rauða spjaldið en hann var nýkominn inn á sem varamaður.

ÍR-ingar gáfust ekki upp og á lokamínútu venjulegs leiktíma tryggði Marteinn Theodórsson ÍR-ingum stig þegar hann skoraði eftir fyrigjöf.

Það var einnig dramatík í Keflavík þar sem heimamenn fengu Þórsara í heimsókn.

Heimamenn voru með 2-1 forystu í hálfleik en Aron Ingi Magnússon jafnaði metin eftir laglegan spilkafla hjá Þórsurum.

Kári Sigfússon tryggði Keflvíkingum dramatískan sigur þegar hann átti laglegt skot í fjærhornið og boltinn söng í netinu í uppbótatíma.

Dalvík/Reynir 1 - 1 ÍR
1-0 Áki Sölvason ('67 , víti)
1-1 Marteinn Theodórsson ('90 )
Rautt spjald: ,Nikola Kristinn Stojanovic, Dalvík/Reynir ('10)Sæmundur Sven A Schepsky, ÍR ('75) Lestu um leikinn

Keflavík 3 - 2 Þór
1-0 Oleksii Kovtun ('7 )
1-1 Rafael Alexandre Romao Victor ('16 )
2-1 Mihael Mladen ('33 )
2-2 Aron Ingi Magnússon ('63 )
3-2 Kári Sigfússon ('92 )
Lestu um leikinn


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner