Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 31. júlí 2024 08:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir að semja við Rabiot - Lukaku samþykkir launalækkun
Powerade
Rabiot lék með franska landsliðinu á EM.
Rabiot lék með franska landsliðinu á EM.
Mynd: EPA
Fabian Gross er á leið til Dortmund.
Fabian Gross er á leið til Dortmund.
Mynd: Getty Images
Mejbri er á leið til Rangers.
Mejbri er á leið til Rangers.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er Powerade sem býður þér upp á slúðurpakkann á hverjum degi þar sem allar helstu boltasögurnar í enska boltanum og víðar um Evrópu eru skoðaðar.

Manchester United vinnur að því að ná samkomulagi við franska miðjumanninn Adrien Rabiot (29) sem yfirgaf Juventus í sumar. (Caughtoffside)

Chelsea á í viðræðum um að selja belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku (31) til Napoli en Victor Osimhen (25) gæti farið í öfuga átt á lánssamningi. (Athletic)

Lukaku hefur þegar samþykkt að taka á sig launalækkun og skrifa undir þriggja ára samning við ítalska félagið. (Ben Jacobs)

Brighton hefur samþykkt 5,9 milljóna punda tilboð Borussia Dortmund í þýska miðjumanninn Pascal Gross (33). (Guardian)

Chelsea og Aston Villa hafa lagt fram tilboð í Maximilian Beier (21), þýskan framherja Hoffenheim. (Sky Þýskalandi)

Manchester United er að fá danska unglingalandsliðsmanninn Chido Obi (16), framherja frá Arsenal. (Fabrizio Romano)

Chelsea hefur samið við Genk um 16,7 milljóna punda kaup á belgíska markverðinum Mike Penders (18). (HLN)

West Ham er við það að draga sig út úr keppninni um hollenska kantmanninn Crysencio Summerville (22) hjá Lille. (Talksport)

Hannibal Mejbri (21) er nálægt því að ganga til liðs við Rangers frá Manchester United. Skoska félagið vill fá hann lánaðan en United vill helst selja Túnismanninn. (Teamtalk)

Aston Villa hefur áhuga á franska sóknarmanninum Jean-Philippe Mateta (27) hjá Crystal Palace. (Express)

Everton er að íhuga að gera tilboð í Tammy Abraham (26), enskan framherja Roma. (Sportitalia)

Enski miðvörðurinn Rhys Williams (23) og franski varnarmaðurinn Billy Koumetio (21) eru á förum frá Liverpool. (Athletic)

Liverpool ætlar að kaupa varnarsinnaðan miðjumann áður en félagaskiptaglugganum verður lokað í lok ágúst. (Football Insider)

Búist er við að Manchester United reyni að fá inn nýjan leikmann ef skoski miðjumaðurinn Scott McTominay (27) verður seldur. Fulham ætlar að gera nýtt tilboð. (Football Insider)

Sporting Lissabon hefur greitt fyrir að lækka söluákvæði Coventry City úr 15% í 10% fyrir framtíðarsamninga sem tengjast sænska framherjanum Viktor Gyökeres (26). Arsenal vill fá leikmanninn. (Mirror)

Fulham er að reyna að tryggja sér samning við brasilíska miðjumanninn Andre (23) frá Fluminense. (Bruno Andrade)

Óvíst er hvort markvörðurinn Keylor Navas (37) fari til Monza en samningaviðræður ganga illa. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner