Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 31. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rennes kaupir norskan landsliðsmann frá Napoli (Staðfest)
Leo Ostigård
Leo Ostigård
Mynd: Rennes
Franska félagið Rennes hefur fest kaup á norska landsliðsmanninum Leo Ostigård en hann kemur frá Napoli á Ítalíu.

Ostigård er 24 ára gamall miðvörður sem hefur spilað með Napoli síðustu tvö ár.

Varnarmaðurinn hefur komið víða við á ferlinum og spilað með fjórum Íslendingum. Hann lék með Óttari Magnúsi Karlssyni og Björn Bergmanni Sigurðarsyni hjá Molde. Þá lék hann með Axel Óskari Andréssyni hjá Viking og Alberti Guðmundssyni hjá Genoa.

Hann hefur nú yfirgefið ítalska boltann og er mættur til franska félagsins Rennes á 7 milljónir evra.

Ostigård á 23 A-landsleiki fyrir Noreg og eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner