Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mið 31. júlí 2024 22:22
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll um markaðinn: Það gengur bara ekki neitt
Rúnar Páll og nafni hans.
Rúnar Páll og nafni hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt tíðindalitlum leik í Bestu deild karla í kvöld. Sárafá marktækifæri voru í leiknum sem var spilaður í rigningu og vindi.

„Við verðum alltaf að vera sáttir við stigið. Þetta var baráttuleikur og aðstæðurnar buðu líka upp á það. Ég held að bæði lið hafi fengið tiltölulega jafnmörg hálffæri. En við tökum stigið, við höfum ekki efni á öðru," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir að liðið náði í eitt stig í fallbaráttunni og kom sér úr neðsta sæti, þó liðið sé enn í fallsæti.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

Rúnar segist hafa verið ánægður með dugnaðinn og kraftinn í sínu liði. Hann segir andrúmsloftið gott í hópnum, eitthvað sem hann hefur talað mikið um í sumar.

Það hefur verið nokkuð um skakkaföll hjá Fylki og menn að detta á meiðslalistann.

„Við erum ekki með stærsta hópinn en erum með unga stráka, leikmenn sem eru ekki þekktustu nöfnin en eru að stíga sín fyrstu skref. Það eru strákar sem hafa verið á bekk eða utan hóp sem eru núna að fá mínútur."

Ásgeir Eyþórsson kom inn sem varamaður síðustu tuttugu mínúturnar. Þessi hávaxni miðvörður kom óvænt inn í fremstu víglínu. Hver var pælingin með því?

„Við vildum fá smá breytingu þarna fram. Þóroddur (Víkingsson) var orðinn þreyttur og við vildum ekki missa hæðina. Framararnir eru sterkir í föstum leikatriðum. Varnarlínan hafði staðið sig vel og við settum Ásgeir inn í sóknina. Við vorum að fá horn og aukaspyrnur og þar er Geiri öflugur."

Rúnar hefur ekki farið leynt með að hann vilji styrkja hópinn. Það eru enn um tvær vikur eftir af gugganum. Hvernig gengur? Eruð þið að nálgast einhvern leikmann í hópinn?

„Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá gengur það bara ekki neitt. Við höfum reynt en ekkert gengið. Sjáum hvað gerist, við verðum þolinmóðir. Við viljum að leikmenn séu það inni á vellinum og við sem stjórnum liðinu erum það líka. Það væri ekki verra að ná að styrkja þetta aðeins fyrir lokabaráttuna."
Athugasemdir
banner
banner