Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 31. júlí 2024 22:22
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll um markaðinn: Það gengur bara ekki neitt
Rúnar Páll og nafni hans.
Rúnar Páll og nafni hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt tíðindalitlum leik í Bestu deild karla í kvöld. Sárafá marktækifæri voru í leiknum sem var spilaður í rigningu og vindi.

„Við verðum alltaf að vera sáttir við stigið. Þetta var baráttuleikur og aðstæðurnar buðu líka upp á það. Ég held að bæði lið hafi fengið tiltölulega jafnmörg hálffæri. En við tökum stigið, við höfum ekki efni á öðru," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir að liðið náði í eitt stig í fallbaráttunni og kom sér úr neðsta sæti, þó liðið sé enn í fallsæti.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

Rúnar segist hafa verið ánægður með dugnaðinn og kraftinn í sínu liði. Hann segir andrúmsloftið gott í hópnum, eitthvað sem hann hefur talað mikið um í sumar.

Það hefur verið nokkuð um skakkaföll hjá Fylki og menn að detta á meiðslalistann.

„Við erum ekki með stærsta hópinn en erum með unga stráka, leikmenn sem eru ekki þekktustu nöfnin en eru að stíga sín fyrstu skref. Það eru strákar sem hafa verið á bekk eða utan hóp sem eru núna að fá mínútur."

Ásgeir Eyþórsson kom inn sem varamaður síðustu tuttugu mínúturnar. Þessi hávaxni miðvörður kom óvænt inn í fremstu víglínu. Hver var pælingin með því?

„Við vildum fá smá breytingu þarna fram. Þóroddur (Víkingsson) var orðinn þreyttur og við vildum ekki missa hæðina. Framararnir eru sterkir í föstum leikatriðum. Varnarlínan hafði staðið sig vel og við settum Ásgeir inn í sóknina. Við vorum að fá horn og aukaspyrnur og þar er Geiri öflugur."

Rúnar hefur ekki farið leynt með að hann vilji styrkja hópinn. Það eru enn um tvær vikur eftir af gugganum. Hvernig gengur? Eruð þið að nálgast einhvern leikmann í hópinn?

„Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá gengur það bara ekki neitt. Við höfum reynt en ekkert gengið. Sjáum hvað gerist, við verðum þolinmóðir. Við viljum að leikmenn séu það inni á vellinum og við sem stjórnum liðinu erum það líka. Það væri ekki verra að ná að styrkja þetta aðeins fyrir lokabaráttuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner