Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 31. júlí 2024 10:48
Elvar Geir Magnússon
Smávægileg vöðvameiðsli plaga Haaland
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: EPA
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að það þurfi að álagsstýra Erling Haaland þar sem hann sé að glíma við smávægileg vöðvameiðsli.

Haaland hefur verið tekinn af velli í hálfleik í tveimur síðustu æfingaleikjum; gegn AC Milan og Barcelona.

Síðasti leikur City í Bandaríkjaferð sinni er gegn Chelsea á laugardaginn og liðið mætir svo Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley 10. ágúst.

„Erling er að spila í gegnum óþægindi. Við viljum ekki taka áhættu með hann en við þurfum bráðlega að fjölga mínútunum og auka æfingaálagið. Tímabilið er handan við hornið, hann er að glíma við smávægileg meiðsli en við viljum ekki taka áhættu og missa hann kannski í mánuð. Það yrði vandamál," segir Guardiola um norska markahrókinn.

Norðmaðurinn Oscar Bobb hefur heillað með City á undurbúningstímabilinu en Julian Alvarez er fjarverandi með argentínska Ólympíuliðinu.
Athugasemdir