Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 31. júlí 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Stormur seinkaði æfingaleik Man City og Barcelona
Grealish með boltann í leiknum.
Grealish með boltann í leiknum.
Mynd: EPA
Josh Wilson-Esbrand.
Josh Wilson-Esbrand.
Mynd: EPA
Manchester City og Barcelona gerðu 2-2 jafntefli í Orlando í Bandaríkjunum en Börsungar unnu í vítakeppni 4-1.

Leikurinn hófst 80 mínútum á eftir áætlun vegna storms en áhorfendur leituðu skjóls undir stúkunum áður en leikurinn fór af stað. Það var uppselt á leikinn, 63.237 áhorfendur.

Það vantaði lykilmenn í bæði lið en Erling Haaland og Jack Grealish spiluðu þó báðir með City.

Pau Victor kom Barcelona yfir áður en enski unglingalandsliðsmaðurinn Nico O'Reill, sem er 19 ára, jafnaði. Pablo Torre endurheimti forystuna fyrir Barcelona en Grealish jafnaði í 2-2.

Leikurinn var kláraður með vítakeppni þar sem Barcelona vann 4-1 eftir að spyrnur Kalvin Phillips og Jacob Wright voru varðar.

City hefur ekki unnið leik á undirbúningstímabilinu en Pep Guardiola kaus að horfa á jákvæðu hliðarnar og hrósaði Grealish fyrir ákefð og hugarfar. Grealish fer hungraður inn í nýtt tímabil eftir að hafa misst af sæti í EM hópnum hjá Englandi í sumar.

Síðasti leikur City í Bandaríkjaferð sinni er gegn Chelsea á laugardaginn og liðið mætir svo Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley 10. ágúst.


Athugasemdir
banner
banner
banner