Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   mið 31. júlí 2024 07:46
Elvar Geir Magnússon
Yoro á hækjum og stuðningsmenn Man Utd með áhyggjur
Leny Yoro varnarmaður Manchester United hefur verið á hækjum og í hlífðarskó til að fyrirbyggja frekari meiðsli. Hann meiddist á fæti í fyrri hálfleik í æfingaleik gegn Arsenal síðasta laugardag.

Þessi átján ára leikmaður er nýkominn til United frá Lille fyrir 52 milljónir punda.

Stuðningsmenn Manchester United hafa áhyggjur af því að meiðslin kunni að vera alvarleg og Yoro verði lengi frá. Ekki er vitað hvort einhverjar upplýsingar muni fást fyrr en seint á fimmtudagskvöld að íslenskum tíma, en þá er næsti fréttamannafundur hjá Erik ten Hag.

Manchester United er að fara að spila æfingaleik gegn Liverpool á laugardaginn í Suður-Karólínu.


Athugasemdir
banner
banner