Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. október 2020 15:05
Ívan Guðjón Baldursson
Kórdrengir framlengja við Albert Brynjar og aðra lykilmenn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir hafa mætt inn í Íslandsmótið af krafti og unnu þeir 2. deild karla þegar Íslandsmótinu var aflýst í gær.

Kórdrengir munu því leika í Lengjudeildinni næsta sumar en félagið byrjaði í 4. deild 2017.

Þeir eru með gríðarlega sterkan leikmannahóp sem hefur verið of góður fyrir neðri deildir íslenska boltans. Félagið er búið að framlengja við nokkra lykilmenn í undirbúningi sínum fyrir komandi átök í Lengjudeildinni næsta sumar.

Ásgeir Frank Ásgeirsson, leikjahæsti leikmaður Kórdrengja, er búinn að gera nýjan samning ásamt Leonard Sigurðssyni, Arnleifi Hjörleifssyni og Hákoni Inga Einarssyni.

Stærsta nafnið sem er komið með nýjan samning er Albert Brynjar Ingason, markavélin mikla sem gerði 14 mörk í 20 leikjum í 2. deildinni í sumar.

„Kórdrengir eru gríðarlega þakklátir þessum drengjum, fyrir þeirra metnað og ást til klúbbsins. Unnið er að framlengingu við fleiri leikmenn. ÁFRAM KÓRDRENGIR," segir í færslu Kórdrengja á Facebook.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner