Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 01. október 2005 07:11
Arnar Geir Halldórsson
Woodgate telur Real ekki sakna Owen mikið
Mynd: Getty Images
Jonathan Woodgate sem nýlega spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma fyrir Real Madrid hefur tjáð sig um félagsskipti landa síns, Michael Owen til Newcastle, en Woodgate kom einmitt til Real frá Newcastle. Woodgate telur Real hafa, með því að selja Owen, selt frábæran leikmann en fengið tvo frábæra í staðinn, Brasilíumennina Julio Baptista og Robinho.

Owen hefur byrjað vel með Newcastle en hann er búinn að gera tvö mörk í þremur leikjum. Woodgate telur þó að Real menn muni ekki sakna Owen ýkja mikið.

,,Owen er vissulega frábær leikmaður og gæti spilað í hvaða liði sem er í heiminum" sagði Woodgate og hélt áfram: ,,Newcastle hafa keypt frábæran leikmann en við höfum einnig keypt frábæra menn í stað Owen"

,,Owen skoraði mikið af mörkum fyrir okkur í fyrra en ég held við getum náð að fylla skarð hans og við munum halda áfram að skora mörg mörk með nýjum leikmönnum" sagði Woodgate sem nýlega átti heldur misheppnaða innkomu í lið Real en hann skoraði sjálfsmark og kórónaði leikinn með rauðu spjaldi en þetta var fyrsti leikur hans fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner