Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 15. október 2011 09:00
Jóhann Laxdal
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Nú er mómentið
Jóhann Laxdal
Jóhann Laxdal
Þessa dagana eru leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Jóhann Laxdal leikmaður Stjörnunnar sér um pistilinn í dag.



Nóvember var mánuðirinn árið 2010 sem við Stjörnumenn ákváðum að leggja af stað í ævintýri. Veturinn byrjaði grimmur og kaldur og allir himinlifandi að hefja átök vetrarins sem innihélt ískaldar útiæfingar og sálrænar Kára fitness æfingar, en menn gátu glaðst yfir æfingatímum í Kórnum sem var mikið notað til að spila leiki sem voru kannski ekki upp á marga fiska að okkar hálfu verð ég að játa, menn voru kannski staðráðnir að standa sig vel hjá Kára.

Eftir áramót komu menn misjafnir úr jóla og áramóta boðunum en við settum svo í fullan gír aftur af stað og hófum seinni hluta gleðitímana sem undirbúningstímabilið felur í sér. Menn byrjuðu snemma að telja niður í Spánarferðina og var það eina sem gat komið mönnum gegnum kaldan vetur og leiðinlega verð ég að segja, frestaðar æfingar inn á milli sem gladdi ekki hópinn. Menn voru misduglegir í fjáröflunin sem skilaði einhverjum skilding, en helsta sem við lærðum af þeirri reynslu er að Siggi Dúlla er með alla mánuðina á hreinu, getið spurt hann ef ykkur vantar aðstoð að raða mánuðunum niður og svona :)

Spánarferðin blasti við og menn voru spenntir, tekið var einn aukadagur í því fólst að gista eina nótt í Manchester og vera mættir á hótelið um morgunin í staðinn að ferðast og eyða degi (gáfaðir já ég held það). Þetta hótel var eitthvað nýtt sem við vorum að prófa og var til fyrirmyndar, höfðum okkar svæði fyrir okkur, 5 sec að labba á völlinn, tan á svölunum, frábærir 2 vellir og veðrið var gott alla daga, gátum ekki beðið um betri ferð og ekki leiðinlegt að hafa þetta allt saman í bland við frábæran hóp. Í ferðinni var stofnuð klíka sem gekk undir nafnið Bad Boys en eftir að veröldin heillaði helsta forsprakka hópsins hefur hópurinn legið í lægð síðan.

Stjarnan ákvað að styrkja sig fyrir atök sumarins með 2 dönum þá Nikolaj ''Red Vest'' Hagelskjær og Jesper ''Skratch'' Jensen, frábærir einstaklingar og flottir fótbolta menn sem hjálpuðu að lyfta þessu á hærra plan fótboltalega séð og tungumála séð.
Sumarið byrjaði hægt og rólega því við vorum ekki alveig viss hvort við skráðum okkur í handboltamót eða fótboltamót og tók smá tíma að átta okkur á því í byrjun, en þetta kom hægt og bítandi og við staðráðnir að sanna allar spár sem dæmdu okkur til að falla eða eiga lélegt season. Garðar Jó (Litla Blómið) ákvað að setja hann beint úr aukaspyrnu á sínum alvöru heimavelli, sem var one it wonder eins og sást seinna í sumar. Við lentum stundum á vegg í sumar en það kom ekki til því að við komum ávallt sterkir til baka en mórall og stemmning er ávallt til fyrirmyndar, enda berjumst við með hjartanu og spilum fyrir hvorn annan. Dóri (Gaddafi) galdraði ýmsa hluti með boltann sem menn höfðu gaman af en ekki höfðu allir gaman af því þegar Gaddafi veifaði sektarbókinni sinni út um allt.

Allir voru að taka skref fram á við og við spiluðum flotta fótbolta inn á milli. Seinni hluta móts hófst og allir biðu eftir að við myndum hætta eins og við höfum gert síðastliðin 2 ár, en þetta ár ákvaðum við að klára mótið, allavega prófa það.

Við ákváðum að leyfa Birni Pálsyni að fá smjörþef að þessari heimsreisu sinni sem hann var búinn að plana og lánuðum við hann til Ólafsvíkur, Hilmar fékk líka góðan deal í Ólafsvík á teygjum í hárið 3 for 1 deal þannig Hilmar vildi sko ekki sleppa því tilboði og flaut hann með.

Seinni umferðinn hafinn og ákvað Ingvar (Saadi Gaddafi) allt í einu að verði með betri markmönnum deildarinnar með svakalegum vörslum (greinilega búinn að liggja yfir youtube videoinu hans Henrik Bodker). Magnús Karl ákvað að skella sér á klósettið fyrir leik með þeim afleiðingum að hann meiddist illa í baki og gátu menn hlegið yfir því, Garðar og Dóri rífast eins og little babys um vítin og endar með því að Garðar tekur víti í Vals leiknum sem var eitt lélegasta víti í sögu Stjörnunnar. Tryggvi stjórnaði Tröllasjoppuni með sóma og afar ánægðir allir viðskiptavinirnir og sérstaklega ánægðir að losna við fyrri eiganda sem talaði bara um Veröldina sína og sinnti ekki sjoppuni. Balli Stu ákvað að hafa klofið sitt opið allt sumar enda endaði hann klobbakóngur Stjörnunnar.

Við enduðum svo í 4 sæti eftir allt saman sem er besti árangur Stjörnunnar í efstu deild. Sem við getum verið stoltir af og eitthvað sem við getum byggt ofan á og munum sannarlega gera, en núna hvílum við líkamann í smá tíma og svo rennum við í annað ævintýri með von á enn skemmtilegri tímum

Vil enda með því að óska Gaua Bald og KR til hamingju með titlana sína
Þakka Silfurskeiðinni fyrir að hafa verið frábærir í sumar
Þakka Sjálfboðaliðum sem hjálpuðu Stjörnunni að vera klúbbur sem hann er í dag
Þakka þeim sem lásu þetta allt saman
Þakka fótbolti.net fyrir að gefa mér tækifæri að skrifa pistil

Með góðri kveðju
Jóhann Laxdal

Sjá einnig:
Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur) - Afmælisgjöfin kemur síðar
Sigmar Ingi Sigurðarson (Breiðablik) - Mætti með jólaseríu í staðinn fyrir takkaskó á æfingu
Kristján Valdimarsson (Fylkir) - Þið eruð bara helvítis kæglar
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) - Við ákváðum að prófa fallbaráttuna
Tómas Leifsson (Fram) - Með leikmann sem er með sveinspróf í fallbaráttu
Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík) - Mjög erfitt að skilja þessa Skota
Sveinn Elías Jónsson (Þór) - Móralski dagurinn fór aðeins úr böndunum
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) - Þetta átti sko að vera 2114, ekki 2014
banner
banner
banner