Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   fös 13. mars 2009 08:50
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Goal.com 
Rooney: Ég ólst upp við að hata Liverpool
Rooney og Ronaldo verða í eldlínunni á morgun
Rooney og Ronaldo verða í eldlínunni á morgun
Mynd: Getty Images
Það er fátt sem kætir stuðningsmenn Manchester United meira en þegar einhver lýsir yfir hatri sínu á erkifjendunum í Liverpool. Þeir hljóta því að vera himinlifandi með ummæli framherjans Wayne Rooney sem fer ekki fögrum orðum úr rauðliðana í Bítlaborginni.

Rafa Benítez og hans menn munu heimsækja Old Trafford á morgun til að mæta Rooney og liðsfélögum hans í leik sem gæti nánast gulltryggt Manchester United enska meistaratitilinn, eða að minnsta kosti útilokað að hann falli í hendur Liverpool.

Rooney viðurkennir að það myndi ekkert gleðja hann meira heldur en að bera sigur úr bítum gegn erkifjendunum.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik,“ sagði Rooney.

„Ég ólst upp sem stuðningsmaður Everton og öll fjölskylda mín styður Everton, svo að ég ólst upp við að hata Liverpool – og það hefur ekki breyst.“

„Ég held að það verði erfitt fyrir þá að koma á Old Trafford, þeir vita að þeir verða að vinna því þeir þurfa stigin þrjú. Þeir mæta örugglega dyrvitlausir til leiks en það gerum við að sjálfsögðu líka.“


Leikur Manchester United og Liverpool verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á hádegi á morgun og auk þess verður ítarlega fjallað um leikinn í útvarpsþætti Fótbolta.net á milli 12 og 15.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner