Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. júlí 2010 18:30
Hannes Daði Haraldsson
Heimild: Sky Sport 
Palermo hefur gert tilboð í Lucas Leiva
Mynd: Getty Images
Staðfest hefur verið að Palermo hefur lagt fram tilboð í Lucas Leiva miðjumann Liverpool. Talsmaður Palermo neitar þó alfarið að tilboðið hljóði upp á fimm milljónir punda líkt og slúðurblöðin í Bretlandi vilja meina.

Roy Hudgson, nýráðinn knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar sér að gera breytingar á liðinu og gæti það þýtt að Lucas verði bolað burt.

Lucas vann sér inn byrjunarliðssæti í liði Liverpool á síðustu leiktíð eftir brottför Xabi Alonso en hefur verið mjög gagnrýndur.

,,Við höfum lagt fram tilboð í Lucas Leiva. Ég get þó neitað því að það hljóði upp á fimm milljónir punda, það er of há upphæð fyrir okkur." sagði Walter Sabatini yfirmaður íþróttamála hjá Palermo
banner
banner
banner
banner