29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 08. ágúst 2010 22:23
Hörður Snævar Jónsson
Heimir G: Ingvar Kale var frábær í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Vilbogi M. Einarsson
,,Við fengum góð færi eftir að við skoruðum markið, Gunni Kristjáns átti þarna skot í slá. Ingvar Kale varði stórkostlega í restina og var frábær í leiknum," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í samtali við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld.

FH jafnaði leikinn á 87. mínútu þegar varamaðurinn, Torger Motland jafnaði. FH er því enn fjórum stigum á eftir Breiðablik.

,,Ef FH-liðið hefði tapað leiknum hefði verið lengra bil á milli, þetta eru fjögur stig og sex stig í ÍBV og það hefði verið gott hefði þetta verið minna. Það eru 7 umferðir og við verðum að halda áfram."

,,Það var margt jákvætt í leik FH-liðsins, við sköpuðum okkur góð færi sérstaklega í fyrri hálfleik og líka margar góðar sóknir. Það voru kannski úrslitasendingar að klikka en ég held að það hafi verið margt jákvætt í leik liðsins."


Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.
banner
banner