,,Þetta er virkilega svekkjandi. Það er alltaf súrt að tapa landsleikjum og ég tala nú ekki um á móti Dönum," sagði Stefán Logi Magnússon markvörður Íslendinga eftir 2-0 tapið gegn Dönum í kvöld.
Lasse Schon skoraði fyrra mark Dana með skoti fyrir utan teig en Stefán Logi sá boltann seint í því marki.
,,Ég sá hann alltof seint og á fleiri en einum stað á leiðinni en þetta var ekki nógu gott, boltinn fór inn."
Leikið var með samskonar bolta og voru notaðir á EM 2008 og nokkrum sinnum þurfti að skipta um bolta í kvöld þar sem þeir voru ekki nógu góðir.
,,Þetta er árgerð 2008 og það segir ýmislegt en það er eins fyrir bæði lið. Það verður vonandi bætt úr þvi fyrir næsta heimaleik."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.