Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
   þri 07. júní 2011 22:19
Elvar Geir Magnússon
Hannes Þór: Hefði ekki getað skrifað betra handrit
„Þetta hefði ekki getað verið mikið sætari sigur. Ég hefði ekki getað skrifað betra kvikmyndahandrit að þessu sjálfur," sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður KR eftir að liðið vann 2-0 sigur á FH í kvöld.

Hannes var hreinlega frábær í leiknum, varði nokkrum sinnum mjög vel og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Hann varði vítaspyrnu frá Matthíasi Vilhjálmssyni þegar staðan var markalaus og við það vöknuðu KR-ingar.

„Við vorum búnir að ræða þetta ég og Atli Jónasar (varamarkvörður KR). Atli var alveg með þetta á hreinu og tipsaði mig þarna inni í klefa. Það stóð eins og stafur í bók.
Það er ennþá sætara að þetta skildi telja. Það var eins og við værum að bíða eftir einhverju og værum ekki vaknaðir."


„Ég nýt hverrar mínútu í KR og það er frábært að það gangi svona vel."

Nánar er rætt við Hannes í sjónvarpinu hér að ofan.