„Þetta hefði ekki getað verið mikið sætari sigur. Ég hefði ekki getað skrifað betra kvikmyndahandrit að þessu sjálfur," sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður KR eftir að liðið vann 2-0 sigur á FH í kvöld.
Hannes var hreinlega frábær í leiknum, varði nokkrum sinnum mjög vel og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Hann varði vítaspyrnu frá Matthíasi Vilhjálmssyni þegar staðan var markalaus og við það vöknuðu KR-ingar.
„Við vorum búnir að ræða þetta ég og Atli Jónasar (varamarkvörður KR). Atli var alveg með þetta á hreinu og tipsaði mig þarna inni í klefa. Það stóð eins og stafur í bók.
Það er ennþá sætara að þetta skildi telja. Það var eins og við værum að bíða eftir einhverju og værum ekki vaknaðir."
„Ég nýt hverrar mínútu í KR og það er frábært að það gangi svona vel."
Nánar er rætt við Hannes í sjónvarpinu hér að ofan.