Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 03. júlí 2011 13:24
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Ronaldo: Fyrst Mourinho er áfram verð ég áfram
Cristiano Ronaldo verður áfram hjá Real  Madrid en hefði farið til Manchester City ef Jose Mourinho yrði ekki áfram við stjórnvölinn hjá spænska félaginu.
Cristiano Ronaldo verður áfram hjá Real Madrid en hefði farið til Manchester City ef Jose Mourinho yrði ekki áfram við stjórnvölinn hjá spænska félaginu.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Cristiano Ronaldo leikmaður Real Madrid segir að hann hafi íhugað að fara til Manchester City en ætli sér ekki frá spænska félaginu á meðan Jose Mourinho er við stjórnvölinn.

Portúgalski kantmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester City í sumar og talið að enska félagið vilji borga metupphæð fyrir hann og í laun til hans. Hann vill hinsvegar vera áfram á Spáni.

,,Það er gaman að manni séu boðnar 20 milljónir punda á ári, það er mjög gott, en ég talaði við umboðsmanninn minn og tel að það sé betra að vera áfram í Madríd því þetta árið verðum við bestri. Þetta tímabilið verðum við mikið afl," sagði Ronaldo.

,,Jose Mourinho verður áfram hjá Madrid svo ég verð áfram," bætti hann við um landa sinn sem er knattspyrnustjóri félagsins. ,,Ef hann hefði farið til Chelsea þá hefði ég farið. Ég hefði farið til Manchester City en núna verður hann áfram svo ég verð áfram."

,,Ég held að ef ég færi frá Spáni þá yrði það í (ensku) úrvalsdeildina, en ekki núna. Fyrst verðum við að vinna Meistaradeildina. Ef ég færi aftur í úrvalsdeildina þá væri það til félags í norð-vestur. Mér líkar ekki vel við London."
banner
banner