Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 12. júlí 2012 11:55
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Þór í Val (Staðfest) - Á að keppa við Ásgeir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson hefur skrifað undir samning við Val. Þessi 35 ára leikmaður spilaði fjóra leiki með Þrótti í fyrra en auk þess hefur hann spilað með ÍR, ÍA og Fylki hér á landi

Ólafur er ekki að koma í Val í fyrsta sinn en hann lék 16 leiki með liðinu í efstu deild 2003 og fimm leiki í 1. deildinni árið eftir.

Hann er búsettur í Boston en mun vera á landinu til 20. ágúst. Sindri Snær Jensson sem var aðalmarkvörður Vals í byrjun móts er á meiðslalistanum.

„Þetta hentar vel þar sem Sindri Snær mun byrja æfa aftur fljótlega eftir Verslunarmannahelgina," segir Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Vals.

Ásgeir Þór Magnússon hefur varið mark Vals síðan Sindri meiddist.

„Ólafur mun berjast við Ásgeir um markmannsstöðuna og það mun bara gera Ásgeiri gott," segir Freyr sem segir að Ólafur sé í toppstandi.

„Hann hefur æft með okkur í viku og lítur gríðarlega vel út. Hann er í flottu formi og er líka í flottur karakter inn í hópinn."

Félagaskiptaglugginn opnar á sunnudaginn en þá mun Valur einnig fá færeyska bakvörðinn Jónas Þór Næs sem lék með liðinu í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner