,,Maður er til taks á bekknum ef þess þarf, en strákarnir stóðu sig það vel í dag að það var bara gott að gefa gamla karlinum frí í dag," sagði Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings eftir 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í dag.
,,Við mætum núna bara ákveðnir til leiks og það sem hefur kannski gerst í síðustu leikjum sem hefur kannski vantað í sumar er að komast yfir í leikjunum og það gefur liðinu aukið sjálfstraust."
,,Við munum verið að fá leikmenn sem hafa smollið inn í liðið og liðið virðist bara vera að fá mikið sjálfstraust og það er bara frábært. Vörnin var fín í dag og að halda hreinu er mikilvægt, en maður hefði viljað sjá okkur skora 1-2 í viðbót í lokin og taka þá endanlega og vinna þetta fjögur eða fimm mörk en maður getur ekki kvartað yfir 3-0 sigri, það væri fásinna."
,,Þetta er ekkert spurning hvort ég spila, bara að Víkingur standi sig og ég er til taks ef að þess þarf í lokins og svoleiðis. Þeir eru að standa sig akkurat núna og þá er fínt að gefa öðrum sénsinn. Ég hef upplifað þetta allt saman og þetta snýst ekki um mig, það er ljóst," sagði Helgi.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir