,,Ég er frekar ósáttur. Mér fannst við leiða leikinn lengst af og náum alltaf forystu í leiknum og þrjú mörk á útivelli eiga að duga til sigurs," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar eftir 3-3 jafntefli við Fylki í kvöld.
,,Það var ótrúlegt einbeitingaleysi í þessu mörkum sem við fáum á okkur og ég er óhress með það. Ég er óhress með varnarleikinn í þeim og er frekar sár að hafa tapað þessu niður í jafntefli."
,,Það er engin áskrift á eitt eða neitt hjá Fylkir. Þeir hafa yfirleitt komið til baka og eru með sprækt lið og kraftmikið en ég tel að við höfum verið að spila betur en þeir í kvöld og höfum verið ívið sterkari þegar á heildina er litið."
Nánar er rætt við Bjarna í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir