„Hlýtur að vera komið að því að mæta KR"
„Það var frábær stemning kringum Þróttarana og sjaldan verið eins mikil stemning í Garðabænum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 3-0 sigur á Þrótti í undanúrslitum bikarsins í kvöld.
Stjarnan er komin í úrslitaleikinn en Mark Doninger skoraði tvö af þremur mörkum kvöldsins. Hann hefur mikið verið í umræðunni vegna ásakana um ofbeldisbrot utan vallar.
Stjarnan er komin í úrslitaleikinn en Mark Doninger skoraði tvö af þremur mörkum kvöldsins. Hann hefur mikið verið í umræðunni vegna ásakana um ofbeldisbrot utan vallar.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 0 Þróttur R.
„Við vitum alveg hvað Mark getur í fótbolta, hann er mjög góður og smellpassar inn í þetta hjá okkur. Hann virðist fljótur að aðlagast. Það hefur verið mikil umræða um hann en vonandi er henni bara lokið í bili," sagði Bjarni.
„Hann er kominn í nýtt umhverfi sem honum líður greinilega vel í."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar segist hann meðal annars hafa dreymt það lengi að mæta KR í keppninni.
Athugasemdir





















