
,,Við komum með allt frumkvæði inn í þennan leik. Við vorum rosalega kjarkaðir, duglegir og ferskir. Þegar maður á svona leik í bikarúrslitaleik þá á maður að vinna hann. Þess vegna er svekkjandi að tapa leiknum á svona augnabliki," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 tapið gegn KR í úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.
,,Gæði leiksins hjá okkur voru nægileg til að geta unnið þennan leik en stundum er þetta óvægið þetta helvíti."
Arnar Darri Pétursson varði mark Stjörnunnar í dag en hann hefur spilað alla leiki liðsins í Borgunarbikarnum á meðan Ingvar Jónsson hefur staðið á milli stanganna í deildinni.
Arnar Darri gerði sig sekan um slæm mistök í fyrra marki KR-inga þegar hann fór í misheppnað úthlaup en Bjarni sér ekki eftir því að hafa valið Arnar í markið.
,,Hann byrjaði í markinu í bikarnum og við héldum því út og fannst það ganga ágætlega. Okkur fannst hann eiga sénsinn skilið. Það er ákvörðun sem ég stend við. Ég stend með mínum mönnum."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir