

„Það er ekki oft sem félagið vinnur bikar í meistaraflokki karla eða kvenna. Við fögnum þessu,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunnar við Fótbolta.net eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs í bikarúrslitum.
Aðspurður um hvað það hafi verið sem skóp sigurinn svaraði Þorlákur:
„Þetta var náttúrulega stórglæsilegt mark. Þetta var alls ekki besta færið okkar í leiknum. Stundum þarf eitthvað stórkostlegt og fyrirliðinn dró þetta upp úr rassvasanum.“
„Heilt yfir fannst mér við spila þetta jafnt. Það var engin að eiga slakan leik. Við spiluðum í heildina nokkuð vel. Valsarar byrjuðu leikinn vel en það getur verið að Stjarnan hafiverið reynslumeira lið en Valur og það getur verið að það hafi gert útslagið.“
„Þetta er frábært eftir vonbrigðin í karlaleiknum um daginn. Ég held að margir Stjörnumenn hafi verið tvístígandi varðandi að mæta á þennan leik þannig að það var æðislegt að klára þetta. Þetta er æðislegur hópur og frábær dagur.“
Athugasemdir